Friday, November 03, 2006

Uppá síðkastið hefur mig verið að dreyma alveg ótrúlega skrítna hluti en núna síðustu nótt var það allra hræðilegasti draumurinn, mig dreymdi að ég vaknaði heima h já bjögga og systu semsagt pabba litla bróðurs míns og mömmu hans og ég bara gekk inn í eldhús og þá sagði bjöggi mér að ég væri veik, með minnislaeysis veiki og ofsa paranoiu. Svo ef ég varð of paranoid þá fékk ég útbrot og hitnaði öll einsog ég væri að sjóða yfirum en það hræðilegasta var að hann sagði mér að ég hafi verið svona lengi, í mörg ár og ég leit á dagatalið og það var árið 2037!! Hugsið ykkur að vakna einn daginn og árið er 2037 og það s+íðasta sem þú manst var þegar þú sofnaðir 2006. Alltí einu er lífið bara allt farið og þú vilt ekki að þetta sé svona, það er ekkert sem þu getur gert og veist að það er einhvernveginn allt búið, þetta er bara ekkert líf. Mér leið samt bara svona einsog ég er en ég þorði ekki að kíkja í spegil, þetta er án efa eitt það ógeðslegasta sem mig getur dreymt, ég veit ekki hvaðan þetta kom en mér líður en hræðilega útaf þessu, ég get ekki hugsað um annað. Ég bara skildi ekki hvernig ég gæti hafa lifað öllu lífinu án þess að vita af því!! Mér fannst allt bara verða svo tilgangslaust og ég varð svo hrædd.... Ef þetta kemur fyrir mig í alvöru held ég að það væri betra að bara deyja en lifa svona!

En nóg um leiðinlega drauma, ég er búin að vera á fullu í stuttmyndagerð og kökubakstri síðastliðna daga, ekki búin að fá mikinn tíma til að gera nokkuð annað, heimalærdómurinn að vera eftirá svo ég þarf að fara að taka mig á, er samt að passa að ofkeyra mig ekki því ég er líka að vinna á fullu og svona. Það var ógeðslega gaman í gær að baka köku með ara og árna :D við bökuðum klessu köku sem var ógeðslega góð en alveg fáránlega mikill sykur í henni, við settum líka meiri sykur í hana en á að gera og minni púðursykur, svo settum við litarefni útí hvíta kremið... :P hehe það var fyndið þó það kom kannski ekki svo flott út, lærði það að það á bara ekki að blanda saman og mörgum litarefnum :P eða bara ekki blanda saman litarefnum almennt :D :P hehe

En jæja, ætli ég segi þetta ekki gott í dag, vona að þessi færsla heppnist þar sem ég skil ekki alveg þett blogg, kannski ég skipti aftur því ég á alltaf í vandræðum með að loga mig inn og svona og liíka að búa til nýja færslu.... :P

En við sjáum til

Yfir og út
Arena

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Draumar eru skemmtilega leiðinlegir stundum. Mér finnst martraðir skemmtilegri. Þær virka raunverulegri en draumar, fyrir mér allavega...

Ég á draumráðningabók og þetta er það sem ég hef að segja um þennan draum þinn.

Framtíð (árið 2037 telst sem framtíð, you know): Það er óvenjulegt að dreyma framtíðina og óvenjulegir draumar eru fyrir óvenjulegum atburðum. Dreymandinn gæti hugsanlega fengið tækifæri til að sættast við einhvern eða bæta úr einhverjum mistökum sem hann hefur gert.

Minni: Dreymi menn að þeir missi minnið munu þeir fljótlega ná góðum árangri.

Útbrot (Ég gerði bara svona ráð fyrir þessu þar sem þú nefndir útbrot í lýsingunni): Dreymi menn að þeir fái útbrot á líkamann er það fyrirboði veikinda, einna helst lungnakvefs eða lungnabólgu, en þau verða ekki alvarleg.

Kind: Dreymi menn að þeir sjái eða eigi margar kindur boðar það auðæfi, gnótt, frama á stjórnmálasviðinu og völd. Slíkir draumar eru einnig góðir fyrir háskólafólk og skólastjóra. Dreymi memm að þeir sjái kindahjörð á beit er það góðs viti og boðar velgengni. Séu menn ásfangnir er ástvinurinn trúr, geðgóður og vill ólmur giftast þeim. Þeir sem eru í hjónabandi eignast hamingjusöm börn sem verða rík þegar fram líða stundir og þau verða foreldrum sínum stoð og stytta í ellinni. Viðskiptafrömuðir auka viðskipti sín dreymi þá kindahjarðir en sennilega er einhver starfsmaður þeirra ótraustur. Sé dreymandinn sjómaður verður næsta sjóferð mikil happaferð og elskan hans situr heima góð og trygg. Dreymi menn að kindur hlaupi frá þeim þykist einhver vera vinur dreymandans en hugsar honum þó þegjandi þörfina. Börn dreymandans verða sennilega fyrir aðkasti. Sé dreymandinn ástfanginn er ástvinur hans óáreiðanlegur og ólíklegur til að gera hann hamingjusaman. Séu með að rýja kindur boðar það farsælt hjónaband en horfi menn á aðra rýja kindur veit það á erfiðleika. Stangi kind dreymandann lendir hann í útistöðum við einhvern. Beri menn kind á bakinu gera þeir einhverjum greiða áður en langt um líður. Sofandi kindur eru tákn saknaðar. Að dreyma kindur getur einnig verið fyrirboði þess að dreymandinn eignist stóra fjölskyldu og velgengi hennar verðu mikil.

Ekki það að kindur komu drauminum eitthvað við, en núna vita þeir sem lesa þetta hvað það táknar að dreyma kindur. Einnig er gott að muna líka að ef þú sérð spegilmynd þína í vatni er það feigðarboði.

Árni er fyrirboði erfiðleika. HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA! Ég ætla að fara og gera eitthvað annað...

1:10 PM  
Anonymous Anonymous said...

Haha talandi um skrítna drauma. Mér dreymdi að ég hefði farið í einhverja aðgerð þar sem ég var eiginlega klofinn í tvennt. Þannig að ég gat opnað sjálfan mig eins og skáp en bara fastur saman á hryggnum..... Væri fyndið að sjá hvort draumaráðningabókin hefði eitthvað um það að segja hehe.

9:22 AM  

Post a Comment

<< Home